Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 680, 117. löggjafarþing 302. mál: stöðvun verkfalls fiskimanna (staðfesting bráðabirgðalaga).
Lög nr. 18 7. mars 1994.

Lög um stöðvun verkfalls fiskimanna í aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands utan Vestfjarða, svo og Vélstjórafélagi Íslands, Vélstjórafélagi Suðurnesja og Vélstjórafélagi Vestmannaeyja.


1. gr.

     Sjávarútvegsráðherra skal skipa nefnd þriggja manna. Nefndin skal gera tillögur um hvernig koma megi í veg fyrir að viðskipti með aflaheimildir hafi óeðlileg áhrif á skiptakjör og undirbúa nauðsynlega löggjöf í þeim efnum. Nefndin skal skila tillögum sínum sem fyrst og eigi síðar en 1. febrúar 1994.

2. gr.

     Allir síðastgildandi kjarasamningar þeirra aðila sem lög þessi taka til skulu gilda frá gildistöku laga þessara til 15. júní 1994 nema aðilar semji um annað.

3. gr.

     Vinnustöðvanir þær sem lög þessi taka til, svo og verkbönn, verkföll og aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög þessi ákveða, eru óheimilar.

4. gr.

     Með brot gegn lögum þessum skal fara að hætti opinberra mála og varða þau sektum ef ekki liggja við þyngri refsingar samkvæmt öðrum lögum.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. mars 1994.